ECOM Lögmannsstofa - kt. 440607-1950 - S: 8995403 - ecom@ecom.is

Lögfræðiþjónusta á sviði sjávarútvegs

 

ECOM sérhæfir sig m.a. í sjávarútvegsmálum.

Sigurjón Ingvason hdl. og löggiltur fasteigna- og skipasali, sem var áður sviðsstjóri lögfræðisviðs Fiskistofu er sérfræðingur stofunnar á sviði sjávarútvegs. Hann býr yfir sérþekkingu á öllum lögum, reglum og stjórnsýsluframkvæmd viðkomandi fiskveiðistjórnun og sjávarútvegi almennt.

Meðal málaflokka sem við getum aðstoðað við eru:

  • Veiðileyfi

  • Hlutdeildir og aflamark

  • Vistunar-, leigu- og kaupsamninga

  • Meint fiskveiðibrot

  • Vigtunarleyfi

  • Veiðigjöld og önnur gjaldtaka af útgerðum

Regluverkið í sjávarútvegi er margslungið og síbreytilegt og því er gott að geta reitt sig á fagaðila sem er með yfirsýn yfir þær leikreglur sem gilda á hverjum tíma. Staðgóð þekking á þessu sérsviði gerir okkur kleift að afgreiða mál hratt og örugglega, með sem minnstum tilkostnaði. Við tökum að okkur hvers kyns verkefni, s.s. ráðgjöf, samningagerð og réttargæslu fyrir stjórnvöldum og dómstólum.

Fréttir

28-02-2017

Endurgreiðslur úr VS sjóði þegar VS afli er færður til kvóta

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að fallast á kröfu Lögmanna Hafnarfirði fyrir hönd tveggja útgerða um að endurgreiða eigi úr VS sjóði þegar VS afli er færður til kvóta, t.d. þegar útgerð fer yfir VS heimild á tilteknu tímabili.

_________________________________

24-02-2017

Úrskurður varðandi línuívilnun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Fiskistofu um að svipta skip línuívilnun vegna þess að handfærarúllur voru um borð. Lögmenn Hafnarfirði kærðu ákvörðun Fiskistofu og kröfðust þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi þar sem engir slóðar eða annar búnaður til handfæraveiða var um borð í skipinu og var því ekki um nothæf veiðarfæri að ræða og féllst ráðuneytið á það í úrskurði sínum. 

____________________________________

10-08-2016

Álagning vegna makrílveiða felld úr gildi

Í dag felldi úrskurðarnefnd úr gildi álagningu Fiskistofu á útgerðarfélag vegna makrílveiða á síðasta ári. Útgerðin hafði ekki sótt um sérstakt makrílveiðileyfi á réttum tíma, en hafði rétt á að veiða tiltekið magn vegna aflareynslu undanfarinna ára.

Lögmenn Hafnarfirði kærðu álagningu fyrir hönd útgerðarinnar og féllst úrskurðarnefndin á kröfu um að fella ákvörðun Fiskistofu úr gildi.

_____________________________________

30-06-2016

Veiðigjöld 2016/2017

Veiðigjaldsnefnd hefur ákvarðað veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 og gefin hefur verið út reglugerð þar að lútandi.

Sjá nánar í frétt Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

______________________________________

28-06-2016

Álagningar vegna skorts á veiðileyfi

Í apríl sl. kærðu Lögmenn Hafnarfirði f.h. umbjóðanda, álagningu Fiskistofu skv. lögum um gjald vegna ólögmæts sjávarafla, í máli þar sem gleymdist að sækja tímanlega um almennt veiðileyfi, en útgerðin veiddi hins vegar ekki umfram aflamark. Í úrskurði í maí sl. var fallist á að fella álagninguna niður þar sem tilvikið féll ekki innan þess lagaramma sem í gildi var þegar umræddar veiðar áttu sér stað.

Bent skal á að með breytingu á lögum um gjald vegna ólögmæts sjávarafla sem tók gildi í apríl sl. er hert mjög á reglum viðkomandi veiðileyfum og því enn brýnna en áður að passa upp á að öll leyfi séu í lagi áður en haldið er til veiða.

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now