ECOM Lögmannsstofa - kt. 440607-1950 - S: 8995403 - ecom@ecom.is

 

Um ECOM Lögmannsstofu

 

ECOM ehf. var stofnað árið 2007 af Sigurjóni Ingvasyni héraðsdómslögmanni. Upphaflega veitti fyrirtækið ráðgjafarþjónustu á sviði fjarskiptamála og er nafn fyrirtækisins tilvísun til þess, en ECOM er stytting á Electronic Communications (fjarskipti). ECOM hefur unnið að ýmsum verkefnum sviði fjarskipta, upplýsingatækni, persónuverndar, samkeppnisréttar, Evrópuréttar og ríkisstyrkjareglna. Árið 2015 var rekstri fyrirtækisins breytt í lögmannsstofu. ECOM lögmannsstofa veitir alla almenna lögfræðiþjónustu. Meðal sérsviða stofunnar eru fjarskipti, upplýsingatækni, persónuvernd, bygginga- og skipulagsmál, fasteignir og sjávarútvegur.

 

Stofnandi ECOM ehf., Sigurjón Ingvason héraðsdómslögmaður hefur yfir 20 ára reynslu af margvíslegum lögfræðistörfum. Hann hefur veitt lögfræðideildum forstöðu hjá stofnunum s.s. Póst- og fjarskiptastofnun og Fiskistofu og starfað við málflutning og önnur lögmannsstörf.

 

Sjá nánar..

This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now